Stuðningsmenn Arsenal geta andað léttar því William Saliba er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Arsenal.
Saliba átti tæp tvö ár eftir af samningi sínum og hafði verið nokkuð sterklega orðaður við Real Madrid. Hann vill þó vinna titla hjá Arsenal.
Í kjölfar þess að hafa skrifað undir var Saliba til að mynda spurður að því hvort það hafi ekkert kallað á hann að fara sömu leið og Trent Alexander-Arnold, fyrrum leikmaður Liverpool, úr ensku úrvalsdeildinni og til Real Madrid.
„Hann vann nokkra titla með Liverpool, en ég hef ekki unnið neitt hér nema Samfélagsskjöldinn,“ sagði Saliba.
„Ég vil vera hér og vinna marga titla. Ég elska þennan klúbb og ég gæti ekki farið án þess að gefa eitthvað til baka.“