Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands valdi landsliðshóp sinn í dag fyrir leiki gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Leikið verður á Laugardalsvelli og fyrri leikurinn fer fram á föstudag í næstu viku.
Orri Steinn Óskarsson fyrirliði liðsins er áfram meiddur en hann hefur misst af síðustu verkefnum.
„Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum. Hann er að missa af sex leikjum í röð,“ sagði Arnar á fundi sínum í dag.
Meira:
Áhugaverður nýr landsliðshópur Arnars: Aron Einar með – Jóhann Berg og Gylfi úti í kuldanum„Það skynsamlegasta er að taka þennan glugga frá og ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvember. Það er líka pressa á hann í sínu félagsliði þar sem hefur verið að ganga illa.“
Arnar sagði að skynsemin hefði ráðið för. „Þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar.