Liverpool beið 1-2 tap fyrir Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld og til að bæta gráu ofan á svart meiddust tveir leikmenn.
Markvörðurinn Alisson þurfti að fara af velli eftir að hafa varið frá Victor Osimhen og gaf strax merki um að hann gæti ekki haldið leik áfram. Giorgi Mamardashvili kom inn í hans stað og lék þar með sinn annan leik fyrir félagið.
Hugo Ekitike fór einnig meiddur af velli eftir að hafa tognað og var skipt út strax í kjölfarið.
Arne Slot, þjálfari Liverpool, sagði eftir leik að Alisson verði örugglega ekki með gegn Chelsea á laugardag. Hann vonast til að meiðsli Ekitike séu ekki alvarleg, en leikmaðurinn virtist finna fyrir aftan í læri.