fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Gefur Arne Slot ráð – Verður að bekkja eina stærstu stjörnu liðsins til að laga hlutina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur hvatt Arne Slot, þjálfara Liverpool, til að taka stóra ákvörðun varðandi Florian Wirtz eftir 1-0 tap liðsins gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í Istanbúl á þriðjudagskvöld.

Liverpool átti erfitt með að hafa áhrif á leikinn og tapaði eftir að Dominik Szoboszlai var dæmdur brotlegur gegn Baris Alper Yilmaz á 14. mínútu. Víti var dæmt sem Victor Osimhen skoraði úr, áður en Alisson markvörður fór meiddur af velli.

Tap Liverpool gegn Gala var annað tap liðsins í röð, eftir tap gegn Crystal Palace á útivelli um síðustu helgi.

Florian Wirtz, sem kom frá Bayer Leverkusen í sumar fyrir 116 milljónir punda, hefur enn ekki skorað eða lagt upp mark í níu leikjum. Carragher telur að tími sé kominn á breytingar.

„Liverpool er ekki topplið eins og staðan er,“ sagði Carragher í viðtali við CBS Sports. „Þeir eyddu 446 milljónum punda í sumar, en eru engu að síður í ruglinu.“

Carragher, sem vann Meistaradeildina með Liverpool árið 2005, segir Slot þurfa að vinna fyrir laununum sínum með því að laga þau vandamál sem eru greinileg innan liðsins og sérstaklega með Wirtz.

„Hann [Wirtz] þarf að fara úr liðinu,“ sagði Carragher.

„Liverpool verður að snúa aftur í það sem þeir voru síðasta tímabil og byggja upp sjálfstraust og stöðugleika. Eins og staðan er núna þá lítur þetta út eins og hrein óreiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu