fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Nýtt félag setur Mainoo á óskalistann sinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen fylgist með Kobbie Mainoo, miðjumanni Manchester United, og gæti reynt að fá leikmanninn. The Sun greinir frá.

Töluverð umræða hefur verið um framtíð hins 19 ára gamla Mainoo undanfarið, en hann er talin ein af stjörnum framtíðarinnar á Old Trafford. Hann hefur hins vegar verið tregur til að skrifa undir nýjan samning og vill fá um 200 þúsund pund í vikulaun geri hann svo.

Chelsea fylgist náið með gangi mála og er sagt klárt í að kaupa hann ef miðjumaðurinn skrifar ekki undir þegar fram líða stundir. Enn eru þó tvö og hálft ár eftir af samningi Mainoo.

United er að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart fjárhagsreglum og þar myndi félagið stórgræða á því að selja Mainoo þar sem hann er uppalinn leikmaður.

Bayern er nú sagt fylgjast með stöðu mála hjá Mainoo og mun reyna við hann ef hann verður laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs
433Sport
Í gær

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“
433Sport
Í gær

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“
433Sport
Í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær
433Sport
Í gær

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“