Breiðablik bíður enn eftir að fagna Íslandsmeistaratitlinum þar sem liðið tapaði 3-2 gegn Þrótti í kvöld.
Tvö mörk Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur dugðu ekki til, en þetta var annað tap Blika í röð.
Liðið er nú með 7 stiga forskot á Þrótt í öðru sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. FH-ingar eru svo 10 stigum á eftir en eiga leik til góða.
Víkingur vann á sama tíma frábæran 3-0 sigur á Val og fór þar með upp fyrir Hlíðarendafélagið og í fjórða sæti deildarinnar.