fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“

433
Þriðjudaginn 30. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um gengi Vals eftir bikarúrslitaleikinn sem liðið tapaði óvænt gegn Vestra. Eftir úrslitaleikinn hefur liðið gefið eftir í Bestu deildinni.

Valur tapaði gegn Fram í Bestu deildinni en mjög stór skörð hafa verið hoggin í liðið að undanförnu. Patrick Pedersen og Frederik Schram meiddust illa á dögunum og hefur þeirra verið saknað á Hlíðarenda.

„Botninn að fara úr þessu, mig langar að segja eðlilega. Við erum að horfa upp á Pedersen og Schram sem er búið að ræða mjög oft, gegn Fram eru Aron Jó og Kristinn Freyr meiddir,“ sagði Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is í Íþróttavikunni.

Hann tók sem dæmi ef Víkingar hefðu lent í álíkaáfalli. „Við getum tekið Víking sem dæmi, Hansen, Ingvar Jónsson, Daníel Hafsteinsson og einhver einn í viðbót. Það segir sig sjálft að lið sem verður fyrir svona skakkaföllum mun finna fyrir því, Tómas Bent líka svo seldur. Þetta eru fimm leikmenn í lykilhlutverki, það ráða mjög fá lið við það.“

Hörður telur þaæð einföldun að ræða um að Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals sá allt í einu vandamálið.

„Það er hægt að setja eitthvað pínulítið á Túfa en samt finnst mér ekki, þegar maður horfir á þetta þá er of mikið farið úr þessu svo að þetta haldi sjó.“

„Þetta eru ástæður fyrir því af hverju þetta er að gerast, framan af móti þegar flestir voru heilir heilsu og með. Þá voru þeir í góðum takti, þá fannst öllum Túfa frábær þjálfari og Túfa varð ekki lélegur þjálfari á nokkrum vikum. Ég er að benda á það er útskýring á þessu hruni þeirra síðustu vikur. Það eru það margir lykilmenn dottnir út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi