Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður ekki áfram þjálfari Njarðvíkur. Þetta staðfesti félagið í dag.
Gunnar hefur átt góðu gengi að fagna í Njarðvík undanfarin tímabil og skilaði liðinu í 2. sæti Lengjudeildarinnar í haust, en liðið tapaði svo gegn Keflavík í umspilinu.
Tilkynning Njarðvíkur
Samningur Gunnars Heiðars við Njarðvík er að renna út og hefur verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hefja ekki viðræður um áframhaldandi samstarf.
Gunnar Heiðar tók við Njarðvíkurliðinu um mitt tímabil 2023. Með góðum endaspretti náði liðið að halda sæti sínu í Lengjudeildinni og gerðu Gunnar og Njarðvík með sér tveggja ára áframhaldandi samning.
Árið 2024 jafnaði liðið besta árangur Njarðvíkur í Lengjudeild sem var þá 6. sæti.
Sett voru skýr markmið að bæta besta árangur félagsins sem tókst þar sem liðið endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar, og fór í umspilið þar sem við því miður lutum í lægra haldi gegn Keflavík.
„Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Gunnari innilega fyrir gott og árangursríkt samstarf síðastliðin 2 og hálft ár.
Stjórn Knattspyrnudeildar Njarðvíkur óskar Gunnari jafnframt velfarnaðar og góðs gengis í framtíðinni.”