fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Gerður að blóraböggli á Hlíðarenda? – „Í tísku að tala niður Aron“

433
Sunnudaginn 28. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gerðu upp vikuna og horfðu í framhaldið í Íþróttavikunni á 433.is.

Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í stórleik í Bestu deild karla á dögunum. Stigið gerði lítið fyrir hvorugt lið, Val í toppbaráttunni og Blika í Evrópubaráttunni.

Hörður hefði viljað sjá Túfa þjálfara Vals byrja með Aron Jóhannsson í leiknum, en hann kom inn af bekknum.

„Það hefur verið í tísku að tala niður Aron Jóhannsson, sem oft á tíðum hefði getað gert meira. En Aron Jóhannsson var búinn að vera frábær eftir að Patrick (Pedersen) datt út, skorað góð mörk,“ sagði Hörður í þættinum.

„Umræðan hefur verið á þann veg að Aron geti ekkert, en eftir að Patrick datt út hefur mér fundist hann mjög góður. Ég hefði viljað sjá Túfa þora að taka sénsinn. Þetta jafntefli var ekki gott fyrir þá.“

Hörður velti því þá upp hvort Valur hafi sætt sig á jafntefli til að halda Blikum frá sér og fara langt með að tryggja Evrópusæti. Það eru þó aðeins 4 stig í Víking í efsta sætinu.

„Mér fannst hann, og kannski er það eðlilegt, setja þennan leik upp þannig að jafntefli myndi slá út Blikana í Evrópubaráttunni. Kannski er það eðlilegt miðað við þau skakkaföll sem hafa orðið.“

Helga finnst ólíklegt að Valsarar horfi þannig á stöðuna. „Ég bara neita að trúa því að menn hugsi þannig, fyrsta sætið er í augsýn,“ sagði hann.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt