Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gerðu upp vikuna og horfðu í framhaldið í Íþróttavikunni á 433.is.
Mótið í Bestu deild karla teygist allt of langt inni í október, sagði Hörður í þættinum. Hefði mátt klára mótið fyrir landsleikjahlé rétt fyrir miðjan október.
„Sem áhorfandi finnst mér þetta algjörlega galin uppsetning á móti. Við áttum að klára 22 leikja mót fyrir síðasta landsleikjahlé. Þá værum við núna með fjórar vikur til að klára þessa fimm leiki,“ sagði hann.
„Það verða líklega þrjú lið í efri hlutanum og tvö til þrjú í þeim neðri sem fara inn í næsta landsleikjafrí með ekkert undir og þetta er bara ekki skemmtilegt. Þetta er allt of langt.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.