Marcus Rashford minnti á ágætti sitt með tveimur mörkum í 1-2 sigri Barcelona á Newcastle, sóknarmaðurinn er á láni frá Manchester United.
Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar lauk í kvöld en Rashford mætti aftur til Englands í kvöld og sannaði ágæti sitt, seinna mark hans var ansi glæsilegt.
Newcastle lagaði stöðuna á 90 mínútu þegar Anthony Gordon kom boltanum í netið en nær komust heimamenn ekki.
Rashford fór af velli eftir annað mark sitt og gat því ekki náð þrennunni í kvöld.
Seinna mark Rashford í kvöld má sjá hér að neðan.
— penguinceltics (@penguinceltics) September 18, 2025