Jose Mourinho hefur náð samkomulagi við Benfica og skrifar hann formlega undir samning þar í dag.
Bruno Lage var rekinn eftir afar óvænt 2-3 tap gegn Qarabag í Meistaradeildinni í fyrrakvöld, þar sem portúgalska liðið hafði komist 2-0 yfir.
Mourinho er sjálfur án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Fenerbahce í kjölfar þess að hafa mistekist að koma liðinu í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Goðsögnin er því að taka við Benfica og það öðru sinni, en hann stýrði liðinu um stutt skeið árið 2000. Mun hann skrifa undir tveggja ára samning.
Athygli vekur að Mourinho mun heimsækja sitt gamla félag, Chelsea, í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Einnig mætir hann Real Madrid síðar í keppninni.
🚨🦅 José Mourinho signs his contract until June 2027 at Benfica today, after verbal revealed overnight. pic.twitter.com/3ak2xda3DV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 18, 2025