fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 11:30

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho hefur náð samkomulagi við Benfica og skrifar hann formlega undir samning þar í dag.

Bruno Lage var rekinn eftir afar óvænt 2-3 tap gegn Qarabag í Meistaradeildinni í fyrrakvöld, þar sem portúgalska liðið hafði komist 2-0 yfir.

Mourinho er sjálfur án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Fenerbahce í kjölfar þess að hafa mistekist að koma liðinu í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Goðsögnin er því að taka við Benfica og það öðru sinni, en hann stýrði liðinu um stutt skeið árið 2000. Mun hann skrifa undir tveggja ára samning.

Athygli vekur að Mourinho mun heimsækja sitt gamla félag, Chelsea, í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Einnig mætir hann Real Madrid síðar í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Í gær

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Í gær

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum