Lionel Messi er að skrifa undir nýjan samning við Inter Miami í Bandaríkjunum ef marka má helstu miðla þar ytra.
Messi er að margra mati besti knattspyrnumaður sögunnar og hefur verið mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuna vestan hafs.
Núgilandi samningur hans rennur út eftir tímabilið en nýr samningur mun gilda út tímabilið 2027.
Messi, sem er 38 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami frá Paris Saint-Germain árið 2023. Hefur hann skorað 62 mörk og lagt upp 30 í 75 leikjum á þeim tíma.