Marcus Rashford minnti á ágætti sitt með tveimur mörkum í 1-2 sigri Barcelona á Newcastle, sóknarmaðurinn er á láni frá Manchester United.
Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar lauk í kvöld en Rashford mætti aftur til Englands í kvöld og sannaði ágæti sitt, seinna mark hans var ansi glæsilegt.
Newcastle lagaði stöðuna á 90 mínútu þegar Anthony Gordon kom boltanum í netið en nær komust heimamenn ekki.
Manchester City vann 2-0 sigur á Napoli á sama tíma þar sem gestirnir fengu rautt spjald í fyrri hálfleik, staðan var 0-0 í hálfleik.
Erling Haaland skoraði fyrra mark liðsins á 56 mínútu leiksins og níu mínútum síðar var það Jeremy Doku sem tryggði sigurinn.
Frankfurt slátraði Galatasaray 5-1 á heimavelli en gestirnir komust yfir í leiknum en það dugði ekki til. Sporting Lisbon vann 4-1 sigur á Kairat Almaty frá Kazhakstan.
Fyrr í kvöld gerðu FCK og Leverkusen 2-2 jafntefli og Club Brugge pakkaði Monaco saman í Belgíu, lokastaðan þar 4-1.