fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford minnti á ágætti sitt með tveimur mörkum í 1-2 sigri Barcelona á Newcastle, sóknarmaðurinn er á láni frá Manchester United.

Fyrstu umferð Meistaradeildarinnar lauk í kvöld en Rashford mætti aftur til Englands í kvöld og sannaði ágæti sitt, seinna mark hans var ansi glæsilegt.

Newcastle lagaði stöðuna á 90 mínútu þegar Anthony Gordon kom boltanum í netið en nær komust heimamenn ekki.

Manchester City vann 2-0 sigur á Napoli á sama tíma þar sem gestirnir fengu rautt spjald í fyrri hálfleik, staðan var 0-0 í hálfleik.

Erling Haaland skoraði fyrra mark liðsins á 56 mínútu leiksins og níu mínútum síðar var það Jeremy Doku sem tryggði sigurinn.

Frankfurt slátraði Galatasaray 5-1 á heimavelli en gestirnir komust yfir í leiknum en það dugði ekki til. Sporting Lisbon vann 4-1 sigur á Kairat Almaty frá Kazhakstan.

Fyrr í kvöld gerðu FCK og Leverkusen 2-2 jafntefli og Club Brugge pakkaði Monaco saman í Belgíu, lokastaðan þar 4-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn