fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 21:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson breyttist úr skúrki í hetju hjá Brentford gegn Aston Villa í Deildarbikarnum í kvöld. Brentford vann leikinn í vítaspyrnukeppni.

Aston Villa tók forystu í leiknum en Það var Harvey Elliott sem kom Villa yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en Hákon var svekktur með sjálfan sig.

Meira:
Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Eftir sendingu frá Hákoni missti Brentford boltann og skot Harvey kom í kjölfarið, það var nálægt Hákoni sem náði ekki að verja og boltinn rataði í gegnum klof hans.

Brentford jafnaði í síðari hálfleik og því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Hákon var hetja liðsins og varði tvær spyrnur.

Hákon Rafn varði fyrstu spyrnuna frá John McGinn og svo fjórðu spyrnu Villa frá Matty Cash. Brentford skoraði úr öllum sínum og vann leikinn.

Á sama tíma vann Grimsby 0-1 sigur á Sheffield Wednesday en Grimsby vann Manchester United í umferðinni á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku