Arsenal mætir haltrandi til leiks í Meistaradeild Evrópu þegar liðið heimsækir Athletic Bilbao á Spáni klukkan 16:45 í kvöld.
Liðið fór til Spánar án Martin Odegaard, Bukayo Saka, Ben White, Kai Havertz og Gabriel Jesus sem allir eru meiddir.
Odegaard fór meiddur af velli í 3-0 sigri liðsins um helgina. Saka hefur verið frá vegna meiðsla í læri síðustu vikur.
„Það er of snemmt að segja til um hvenær Saka mætir aftur, hann er að gera allt til þess að koma sem fyrst,“ sagði Arteta.
Arteta sagði hins vegar að nýir leikmenn sem komu í sumar eigi að geta fyllt í skörðin en liðið eyddi 250 milljónum punda í nýja leikmenn