fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. september 2025 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Sesko fer ekki vel af stað í búningi Manchester United og á enn eftir að skora eða leggja upp í fimm leikjum.

Slóveninn, sem gekk í raðir United frá RB Leipzig í sumar, byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær gegn Manchester City.

Grannaslagnum lauk illa fyrir United, með 3-0 tapi. Þá var tölfræði Sesko ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Framherjinn átti eitt skot á mark og var það afar veikt, auðvelt fyrir Gianluigi Donnarumma í marki City. Þá snerti Sesko boltann aðeins 20 sinnum og það aldrei í vítateig andstæðingsins.

Sesko gæti kostað United yfir 70 milljónir punda þegar allt kemur til alls. Rauðu djölfarnir þurfa að fá hann í gang sem fyrst, enda aðeins með 4 stig eftir fyrstu fjórar umferðir deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar