Eins og frægt er orðið vann Víkingur 0-7 sigur á KR í Bestu deild karla í gær. Vesturbæingar hafa aldrei mátt þola stærra tap.
Víkingur lék á als oddi í gær. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þrennu en Óskar Borgþórsson, Nikolaj Hansen, Daníel Hafsteinsson og Oliver Ekroth komust einnig á blað.
Sem fyrr segir hefur KR ekki tapað stærra, en liðið tapaði síðast með sama mun gegn FH árið 2003. Þá var liðið orðið meistari.
Hér að neðan má sjá mörkin frá því í gær.