fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney telur að Ruben Amorim verði að treysta á Harry Maguire til að veita Manchester United liðinu nauðsynlega leiðtogahæfileika eftir tap gegn erkifjendunum í Manchester City um helgina.

United liðið tapaði 3-0 á Etihad á sunnudaginn. Phil Foden kom City yfir áður en Erling Haaland bætti við tveimur mörkum og innsiglaði sigurinn.

United hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr enska deildarbikarnum gegn Grimsby, sem margir telja niðurlægjandi úrslit.

Rooney, sem er markahæsti leikmaður í sögu félagsins, sagði í þættinum Wayne Rooney Show á BBC að liðið skorti sterka leiðtoga inni á vellinum og telur að Harry Maguire sé rétti maðurinn til að stíga upp í því hlutverki.

Amorim stillti upp þriggja manna varnarlínu gegn City þar sem Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Luke Shaw voru í byrjunarliðinu. Maguire kom inn af bekknum á 62. mínútu.

„Harry ætti að byrja leiki,“ sagði Rooney. „Ég heyrði Jimmy Floyd Hasselbaink tala um hvað England hafi saknað hans á EM, hann er náttúrulegur leiðtogi.“

„Ég horfði á þetta og hugsaði, hvernig er hann ekki að spila þegar þessir þrír eru þarna inni?“

„Það vantar leiðtoga í þetta lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann