fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney telur að Ruben Amorim verði að treysta á Harry Maguire til að veita Manchester United liðinu nauðsynlega leiðtogahæfileika eftir tap gegn erkifjendunum í Manchester City um helgina.

United liðið tapaði 3-0 á Etihad á sunnudaginn. Phil Foden kom City yfir áður en Erling Haaland bætti við tveimur mörkum og innsiglaði sigurinn.

United hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr enska deildarbikarnum gegn Grimsby, sem margir telja niðurlægjandi úrslit.

Rooney, sem er markahæsti leikmaður í sögu félagsins, sagði í þættinum Wayne Rooney Show á BBC að liðið skorti sterka leiðtoga inni á vellinum og telur að Harry Maguire sé rétti maðurinn til að stíga upp í því hlutverki.

Amorim stillti upp þriggja manna varnarlínu gegn City þar sem Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Luke Shaw voru í byrjunarliðinu. Maguire kom inn af bekknum á 62. mínútu.

„Harry ætti að byrja leiki,“ sagði Rooney. „Ég heyrði Jimmy Floyd Hasselbaink tala um hvað England hafi saknað hans á EM, hann er náttúrulegur leiðtogi.“

„Ég horfði á þetta og hugsaði, hvernig er hann ekki að spila þegar þessir þrír eru þarna inni?“

„Það vantar leiðtoga í þetta lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn