Samkvæmt heimildum enskum blöðum stýrði Chris Wilder æfingum Sheffield United í morgun, þar sem hann er á leiðinni til félagsins í þriðja sinn á ferlinum.
Wilder tekur við liðinu á ný eftir að Ruben Selles var látinn taka pokann sinn, aðeins sex leikjum er lokið á þessu tímabili í Championship-deildinni, þar sem liðið hefur tapað öllum leikjum og situr á botni töflunnar.
Síðast var Wilder rekinn eftir að Sheffield United tapaði úrslitaleik umspilsins á Wembley, en félagið sneri sér þá að Selles, sem hafði rétt bjargað Hull City frá falli tímabilið á undan.
Sú ráðning reyndist ekki heppileg. Liðið tapaði 5-0 gegn Ipswich Town síðastliðinn föstudag og það var kornið sem fyllti mælinn. Stuðningsmenn höfðu jafnvel byrjað að kalla eftir brottrekstri Selles í ágúst.
Nú snýr Sheffield United aftur til Chris Wilder, aðeins 89 dögum eftir að hann var látinn fara.