fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

433
Mánudaginn 15. september 2025 11:00

Ólafur Jóhannesson ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón lék um tvö skeið á ferlinum með Val og náði frábærum árangri með Hlíðarendafélaginu frá 2016 til 2018, varð Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari einu sinni. Í upphafi tímabilsins 2018 var miðjumaðurinn þó nálægt því að fara.

Ólafur Jóhannesson þjálfari hafði þá tilkynnt Guðjóni að hann yrði ekki í eins stóru hlutverki og áður. Vildi leikmaðurinn þá fara annað, þar sem hann fengi að spila. Fjallað var um ágreining þeirra á milli á þessum tíma en Guðjón segir samskiptin hafa verið á heilbrigðum nótum.

„Kristinn Freyr kemur heim úr atvinnumennsku. Hann tilkynnir mér að ég verði ekki endilega byrjunarliðsmaður. Hann var heiðarlegur við mig og ég kunni að meta það. Ég ákvað að melta þetta aðeins en svo sagðist ég bara vera á þeim stað á ferlinum að ég vildi vera lykilmaður, spila, leggja upp mörk og skora.

Það var settur verðmiði á mig og KR endaði á að vera það lið sem var til í að borga. En það var hætt við það hálftíma fyrir gluggalok. Valsararnir stoppuðu það. Ég sé ekki eftir því, við unnum deildina og ég spilaði fullt,“ sagði Guðjón í þættinum.

Hann var þó ekki par sáttur við að komið hafi verið í veg fyrir skiptin á þeim tíma.

„Ólafur sagði að það væru ákveðnir menn í Val sem hefðu ekki getað séð mig í KR, þetta yrði stoppað. Ég var mjög pirraður þá en svo fór ég heim til hans og við spjölluðum. Þetta var klárað og áfram gakk.“

Ólafur tjáði sig sjálfur um málið við Morgunblaðið á sínum tíma. „Við Guðjón Pétur urðum ósammála og það varð ágreiningur á milli okkar en ég hafði svo samband við hann í gærkvöld og sagði honum að hann færi ekki neitt. Ég boðaði hann á minn fund og við ræddum saman í morgun. Við erum búnir að leysa málin og hann mætir á æfingu í dag eins ekkert hafi í skorist,“ sagði hann.

Þátturinn í heild er í spilaranum, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 3 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“