Sigur Pep Guardiola í Manchester-slagnum í gær var sá tíundi í röðinni og skrifaði stjórinn sig þar með í sögubækurnar.
City vann þægilegan 3-0 sigur á United í gær þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk og Phil Foden eitt.
Sem fyrr segir var þetta tíundi sigur Guardiola í einvígi þessara liða í ensku úrvalsdeildinni, en tveimur hefur tekist að vinna slaginn eins oft eða oftar.
Sir Alex Ferguson vann einvígi þessara liða 20 sinnum á sínum árum hjá United og Matt Busby vann þá 15 leiki gegn City einnig.
10 – Today was Man City boss Pep Guardiola’s 10th Premier League Manchester derby win, making him only the third manager for either City or United to win 10+ league derbies, after Alex Ferguson (20) and Matt Busby (15). Tide. pic.twitter.com/WGQUKBKKFj
— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2025