fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

433
Mánudaginn 15. september 2025 12:19

Magnús Orri Marínarson Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Orri Schram, formaður knattspyrnudeildar KR segir það ekki það versta í heimi falli liðið úr Bestu deild karla. Þetta kemur fram í viðtali við Fótbolta.net.

KR fékk 7-0 skell gegn Víkingi á heimavelli í gær og margir stuðningsmenn KR svartsýnir upp á framhaldið. Fimm leikir eru eftir, deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta eftir leiki kvöldsins.

KR er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en fara niður í fallsæti vinni Afturelding sigur á ÍA í kvöld.

„Það er ekki það versta í heimi. Að sjálfsögðu förum við þannig inn í framhaldið að við ætlum okkur ekki að falla,“ segir Magnús Orri í viðtali við Fótbolta.net og segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins sé öruggur í starfi.

„Við munum gera okkar allra besta til þess að svo gerist ekki. KR varð Íslandsmeistari 2000 og 2002 en gat fallið 2001, björguðum okkur í síðasta leik. Við höfum prófað ýmislegt, fyrstu 30 árin af minni ævi upplifði ég fall; við unnum ekki neitt í 30 ár. Alls konar lið hafa fallið og komið sterk til baka.“

Hann segir KR á réttri leið. „Við erum að upplifa það núna að þetta sé sárt, en til langs tíma litið erum við á réttri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn