Ruben Amorim er með versta árangurinn í ensku úrvalsdeildinni frá því hann tók við fyrir um tíu mánuðum síðan.
United tapaði 3-0 gegn Manchester City í gær og er með aðeins fjögur stig eftir jafnmarga leiki í upphafi tímabils.
Raunar er Amorim aðeins með 31 stig úr 31 leik frá því hann tók við í nóvember í fyrra. Er það versti árangur allra liða, ef aðeins eru talin með þau sem voru í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og einnig nú.
Stuðningsmenn United eru margir hverjir orðnir vel pirraðir á Amorim, sem virðist ekki vilja víkja frá 3-4-3 kerfi sínu.
Tottenham er með næstversta árangurinn á þessum tíma, einnig með 31 stig en skárri markatölu.
Englandsmeistarar Liverpool hafa verið bestir og þar á eftir Arsenal. Hér að neðan má sjá töflu þessara 17 liða.