fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 19:53

Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið rekinn frá Grindavík og mun ekki klára tímabilið með félaginu.

Þetta staðfesti stjórn félagsins í kvöld en Grindavík er í mikilli fallbaráttu í Lengjudeildinni og er í tíunda sæti.

Grindavík er aðeins stigi frá fallsæti eftir 20 umferðir og ákvað félagið að breyta til fyrir lokaleikina.

Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson taka við af Haraldi og munu stýra þeim leikjum sem eftir eru.

Tilkynning félagsins:

Anton Ingi og Marko taka við meistaraflokki karla

Stjórn knattspyrnudeildar og Haraldur Árni hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins. Hann tók við liðinu á mjög erfiðum tíma í fyrra og þökkum við honum kærlega fyrir gott starf fyrir félagið. Einnig óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.

Grindvíkingarnir Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra liðinu það sem eftir er af sumrinu. En þar eru 2 mjög mikilvægir leikir í okkar baráttu í Lengjudeildinni. Janko mun verða þeim innan handar.

Stjórn knattspyrnudeildar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint