Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið rekinn frá Grindavík og mun ekki klára tímabilið með félaginu.
Þetta staðfesti stjórn félagsins í kvöld en Grindavík er í mikilli fallbaráttu í Lengjudeildinni og er í tíunda sæti.
Grindavík er aðeins stigi frá fallsæti eftir 20 umferðir og ákvað félagið að breyta til fyrir lokaleikina.
Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson taka við af Haraldi og munu stýra þeim leikjum sem eftir eru.
Tilkynning félagsins:
Anton Ingi og Marko taka við meistaraflokki karla
Stjórn knattspyrnudeildar og Haraldur Árni hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins. Hann tók við liðinu á mjög erfiðum tíma í fyrra og þökkum við honum kærlega fyrir gott starf fyrir félagið. Einnig óskum við honum velfarnaðar í framtíðinni.
Grindvíkingarnir Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson munu stýra liðinu það sem eftir er af sumrinu. En þar eru 2 mjög mikilvægir leikir í okkar baráttu í Lengjudeildinni. Janko mun verða þeim innan handar.
Stjórn knattspyrnudeildar