fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

433
Föstudaginn 29. ágúst 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósanótt í Reykjanesbæ kom í veg fyrir að Njarðvík fengi leik sínum við Keflavík í Lengjudeild karla frestað. Þessu er haldið fram í Þungavigtinni.

Njarðvík á tvo leikmenn í U-19 ára landsliðinu, Freystein Inga Guðnason og Davíð Helga Arnórsson, sem hefur leik á æfingamóti í Slóveníu. Hefst það á miðvikudag og verður spilað á tæpri viku, alls þrír leikir.

Njarðvík á leik við Leikni í kvöld og Keflavík laugardaginn í næstu viku. Mikael Nikulásson segir í Þungavigtinni að liðinu hafi verið boðið af KSÍ að spila við Leikni á miðvikudag eða fimmtudag í þessari viku og Keflavík um helgina í staðinn vegna þeirra leikja sem skarast á við U-19 ára verkefnið.

Þessu boði ákvað liðið að taka, þrátt fyrir mikið álag á lykilmenn sína á skömmum tíma með liði og landsliði. Svo varð hins vegar U-beygja eftir símtal frá Keflvíkingum, eftir því sem kemur fram í Þungavigtinni. Þess má geta að Þór fékk sama tilboð, en U-19 ára landsliðsmaðurinn Einar Freyr Halldórsson er þar á mála.

„Þórsararnir hentu þessu frá sér strax. Þeir eiga Fjölni heima og ákváðu bara að vera án Einars. Njarðvík á Keflavík á útivelli og þó þeim lítist ekkert svakalega vel á þennan möguleika þá taka þeir hann, þetta eru lykilmenn.

Svo kemur í ljós að það er Ljósanótt þegar Keflavík-Njarðvík á að fara fram. Þá hringja einhverjir úr Keflavík í toppana í KSÍ, því þetta er bara eins og ÍBV missi Þjóðhátíðarleikinn, og stoppuðu þetta. Njarðvík þarf að spila án sinna bestu manna út af Ljósanótt,“ segir Mikael hneykslaður í Þungavigtinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið