fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

433
Mánudaginn 18. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK hætti við að selja leikmann norður til Þórs á Akureyri á lokadegi félagaskiptagluggans, eftir því sem fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina.

Bæði lið spila í Lengjudeildinni og eru þar í samkeppni, eru í umspilssæti um að fara upp í efstu deild. Sæbjörn Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, sagði í þættinum að HK hafi hætt við að selja hinn unga Magnús Arnar Pétursson til Þórs í kjölfar taps gegn Selfossi á miðvikudag.

„Á lokadegi félagaskiptagluggans var orðið ljóst að Þór ætlaði sér að fá Magnús Arnar Pétursson frá HK. Það var búið að gera allt nema að skrifa undir félagaskiptin. Eftir leik ákveður HK að hleypa honum ekki í Þór,“ sagði Sæbjörn.

„Þeir voru tilbúnir að bjóða hann annað, hann fór ekki þangað. Hann er enn hjá HK, ekki í neinu hlutverki. Hann var búinn að pakka í töskur en fékk ekki að fara. Ég veit að Þór og HK eru í samkeppni, en þetta er leikmaður sem þú ert ekki að fara að nota sjálfur. Hvað er þetta? Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust.“

Þess má geta að Magnús byrjaði fyrir HK og lék um 70 mínútur í jafntefli gegn Grindavík í Lengjudeildinni í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM