Vitor Reis er sagður vilja komast burt frá Manchester City í sumar stuttu eftir að hafa samið við félagið.
Þetta segir brasilíski blaðamaðurinn Andre Hernan en Reis hefur ekki trú á því að fá tækifæri með City í vetur.
Reis var keyptur frá Palmeiras fyrir 30 milljónir punda en varnarmaðurinn mun eiga erfitt með að komast í liðið í vetur.
Reis spilaði fjóra leiki fyrir City á síðustu leiktíð og aðeins einn í deild en hann er aðeins 19 ára gamall.
Hann vonast til að vera lánaður annað fyrir komandi tímabil en hvort City leyfi það verður að koma í ljós.