Rasmus Hojlund, leikmaður Manchester United, vakti heldur betur athygli í gær er hann ræddi við blaðamenn.
Hojlund hefur verið í umræðunni í vikunni en hann er sterklega orðaður við brottför frá United en hefur sjálfur engan áhuga á að færa sig um set.
Framherjinn hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford hingað til og er félagið mögulega að kaupa Benjamin Sesko frá RB Leipzig fyrir næsta vetur.
,,Vill einhver tala við mig?“ sagði Hojlund og gefur þar í skyn að hann sé orðinn þreyttur á þeim kjaftasögum sem eru í gangi.
,,Það mikilvægasta fyrir mig er að halda áfram að vinna í mínum leik og leggja hart að mér og svo sjáum við hvað gerist.“
,,Ég er með skýr markmið og það er að berjast fyrir mínu sæti, sama hvað.“