fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Saknar Xhaka meira en Wirtz

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. ágúst 2025 10:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayer Leverkusen mun sakna Granit Xhaka meira en Florian Wirtz en þeir hafa báðir yfirgefið félagið.

Wirtz var keyptur á 120 milljónir evra til Liverpool í sumar og er hann dýrasta sala í sögu Leverkusen og dýrustu kaup í sögu Liverpool.

Þrátt fyrir það mun Leverkusen sakna Xhaka meira að sögn leikmanns félagsins, Patrick Schick, en Xhaka hefur skrifað undir samning við Sunderland.

,,Við höfum misst nokkra lykilmenn, Jeremie Frimpong, Florian Wirtz, Jonathan Tah og nú Granit,“ sagði Schick.

,,Flestir lykilmennirnir eru farnir og auðvitað særir það liðið – vonandi getum við fengið inn nokkra góða leikmenn.“

,,Ég sem framherji þá var Wirtz mikilvægastur fyrir mig, hann gat gefið boltann á mig og skapað færi.“

,,Granit Xhaka var hins vegar mikilvægasti leikmaður liðsins og nú ert hann farinn. Hann var leiðtoginn, hann var sá sem var með mestu reynsluna.“

,,Það er það sem við munum sakna mest. Nú þurfa aðrir leikmenn að stíga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“