Bayer Leverkusen mun sakna Granit Xhaka meira en Florian Wirtz en þeir hafa báðir yfirgefið félagið.
Wirtz var keyptur á 120 milljónir evra til Liverpool í sumar og er hann dýrasta sala í sögu Leverkusen og dýrustu kaup í sögu Liverpool.
Þrátt fyrir það mun Leverkusen sakna Xhaka meira að sögn leikmanns félagsins, Patrick Schick, en Xhaka hefur skrifað undir samning við Sunderland.
,,Við höfum misst nokkra lykilmenn, Jeremie Frimpong, Florian Wirtz, Jonathan Tah og nú Granit,“ sagði Schick.
,,Flestir lykilmennirnir eru farnir og auðvitað særir það liðið – vonandi getum við fengið inn nokkra góða leikmenn.“
,,Ég sem framherji þá var Wirtz mikilvægastur fyrir mig, hann gat gefið boltann á mig og skapað færi.“
,,Granit Xhaka var hins vegar mikilvægasti leikmaður liðsins og nú ert hann farinn. Hann var leiðtoginn, hann var sá sem var með mestu reynsluna.“
,,Það er það sem við munum sakna mest. Nú þurfa aðrir leikmenn að stíga upp.“