Newcastle hefur hafnað tilboði Liverpool í sóknarmanninn Alexander Isak en þetta kemur fram í Athletic í dag.
Isak er efstur á óskalista Liverpool og er hann að reyna allt sem hann getur til að fá skipti til félagsins.
Talið er að Liverpool hafi boðið rúmlega 120 milljónir punda í Isak en fékk höfnun frá Newcastle sem vill ekki selja strax.
Newcastle vill fá inn eftirmann Isak áður en hann verður seldur og það er ekki víst að það gerist áður en tímabilið hefst.
Isak hefur neitað að æfa með Newcastle og er þessa stundina einn á Spáni og æfir hjá sínu gamla félagi, Real Sociedad.