Chelsea virðist vera ákveðið í því að tryggja sér Alejandro Garnacho í sumar en hann er samningsbundinn Manchester United.
Chelsea hefur lengi verið að skoða Garnacho sem virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Telegraph greinir frá því að stjórn Chelsea hafi engar áhyggjur af persónuleika Garnacho sem margir hafa sett spurningamerki við.
Garnacho sást nýlega í treyju Aston Villa með nafni Marcus Rashford á bakinu en sá síðarnefndi lék með Villa á láni í vetur.
Telegraph segir að Chelsea sé búið að kynna sér persónuleika leikmannsins og er enn mjög opið fyrir því að kaupa hann frá United.
Garnacho er 21 árs gamall vængmaður og er United talið vilja fá um 40-50 milljónir punda í sinn vasa fyrir hans þjónustu.