Tottenham gerði gott grín á samskiptamiðlum í gær eftir sigur á Arsenal í æfingaleik í Asíu.
Grannaslagurinn frá London fór fram í hádeginu í gær en Tottenham vann leikinn með marki frá Pape Matar Sarr.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en stuðningsmenn Arsenal fengu að sjá Viktor Gyokores í treyju félagsins í fyrsta sinn.
Tottenham lyfti bikar eftir að hafa sigrað þennan eina leik og birti í kjölfarið færslu á samskiptamiðla.
Tottenham hefur ekki verið mikið í því að vinna titla undanfarin ár en vann þó Evrópudeildilna á síðustu leiktíð.
,,Annar bikar í bikarskápinn,“ skrifaði félagið á samskiptamiðla og birti mynd af fagnaðarlátunum.
Þetta má sjá hér.
another one for the trophy cabinet pic.twitter.com/3rIPuzOFTv
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 31, 2025