Chelsea er að losa sig við sóknarmann fyrir næsta tímabil en frá þessu greina margir miðlar og einnig Fabrizio Romano.
Marc Guiu er að yfirgefa enska stórliðið í bili en hann gerir lánssamning við Sunderland út tímabilið.
Guiu er efnilegur leikmaður sem kom frá Barcelona á sínum tíma en Sunderland fær ekki möguleika á að kaupa hann næsta sumar.
Guiu er aðeins 19 ára gamall og hefur fengið lítið að spila með Chelsea í deild en stóð sig vel í Sambandsdeildinni í vetur.
Hann skoraði alls sex mörk í 16 leikjum í vetur og fær nú stórt tækifæri til að sanna sig hjá nýliðum ensku úrvalsdeildarinnar.