Bournemouth er að fá annan skell fyrir komandi tímabil en það er stutt í að enska úrvalsdeildin fari af stað á ný.
Bournemouth er búið að missa Dean Huijsen til Real Madrid en hann var miðvörður liðsins og spilaði mjög vel í fyrra.
Nú er Illia Zabarnyi líklega á förum frá félaginu en hann hefur leikið með Bournemouth undanfarin tvö ár.
Paris Saint-Germain er að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem er 22 ára gamall.
Zabarnyi mun kosta PSG um 70 milljónir evra í sumar og víst búinn að ná munnlegu samkomulagi við franska félagið.