Strákur að nafni Cristian Totti hefur lagt skóna á hilluna aðeins 19 ára gamall og mun nú taka að sér starf sem njósnari.
Cristian var efnilegur leikmaður á yngri árum en hann spilaði síðast með Olbia sem er í D deildinni á Ítalíu.
Francesco Totti er faðir leikmannsins en hann er talinn vera besti leikmaður í sögu Roma af mörgum og er mikil goðsögn á Ítalíu.
Cristian vakti athygli með unglingaliðum Roma á sínum tíma en tókst aldrei að vinna sér inn sæti í aðalliðinu og er í dag hættur.
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára kallaði strákurinn þetta gott þó það hafi ávallt verið hans draumur að feta í fótspor pabba síns.