Fjórum leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla og er Njarðvík enn taplaust eftir 15 leiki í næst efstu deild.
Njarðvík hefur spilað glimrandi vel ´ði sumar og er komið á toppinn eftir öruggan 3-0 sigur á HK.
HK er þó ekki langt frá toppsætinu og er með 27 stig en Njarðvíkingar eru með 31 stig – ÍR er í öðru sæti með 29 og á leik til góða.
Fylkir tapar og tapar sínum leikjum en liðið lá 2-1 gegn Þrótturum í kvöld þar sem Ragnar Bragi Sveinsson fékk rautt spjald undir lok leiks.
Þór vann þá Grindavík 2-0 og Keflavík gerði góða ferð í Breiðholtið og vann Leikni með sömu markatölu.