Verðmiðinn á Morten Hjulmand, miðjumanni Sporting, er töluvert hærri en talið var í fyrstu ef marka má nýjustu fréttir frá Portúgal.
Hjulmand, sem er lykilmaður hjá portúgölsku meisturunum, hefur verið sterklega orðaður við ítalska stórliðið Juventus undanfarið en ítalskir miðlar sögðu frá því í gær að Manchester United hafi tekið forskot í kapphlaupinu með því að leggja fram tilboð.
Portúgalski miðillinn A Bola segir þetta ekki rétt og að verðmiðinn sé enn fremur mun hærri en það 34 milljóna punda tilboð sem United átti að hafa lagt fram.
Klásúla er í samningi Danans upp á 68 milljónir punda og vill Sporting fá eitthvað nálægt þeim verðmiða í kassann fyrir hann.