Jóhannes Kristinn Bjarnason er að yfirgefa KR og ganga í raðir Kolding í Danmörku. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á samfélagsmiðlinum X.
Miðjumaðurinn er aðeins tvítugur en búinn að festa sig í sessi sem lykilmaður í liði KR. Hefur hann verið orðaður við atvinnumennsku undanfarið og nú virðist hann vera að halda í dönsku B-deildina.
Hjörvar segir Jóhannes hafa kvatt liðsfélaga sína hjá KR í gærmorgun. Hans síðasti leikur hafi því verið jafnteflið við Breiðablik fyrir framan meira en 3 þúsund manns í Vesturbænum um helgina.
Kolding er með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins í deildinni. Tekur liðið á móti Köge í næsta leik á föstudag.
Jóhannes Bjarnason kvaddi félaga sina í KR í morgun og er á leið til Kolding í Danmörku. Við ræðum í Helgaruppgjöri Dr. Football á eftir. pic.twitter.com/yYm3C47BLD
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 27, 2025