fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 17:00

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Bent Magnússon er á leið til skoska stórliðsins Hearts frá Val. Formaður knattspyrnudeildar félagsins segir söluna afar jákvæða þó um missi sé að ræða fyrir topplið Bestu deildarinnar.

„Það er allt klárt að því gefnu að hann standist læknisskoðun og fái atvinnuleyfi. Það liggur fyrir samkomulag milli Vals og Hearts,“ sagði Björn Steinar Jónsson við 433.is í dag.

Tómas er búinn að stíga vel upp með liði Vals undanfarið og Björn telur frammistöðu hans gegn Flora Tallin í Sambandsdeildinni á dögunum hafa mikil áhrif.

„Hann er búinn að eiga mjög góða leiki undanfarið. Þetta er líka ágætis vitnisburður um það hvað hlutirnir geta gerst hratt ef menn standa sig vel, sérstaklega í þessum Evrópuleikjum. Hann átti náttúrulega frábæran leik gegn Flora Tallin í fyrsta leiknum.“

Björn samgleðst innilega með Tómasi, sem er að fara í lið sem hafnaði um miðja deild í Skotlandi í vor.

„Deildin hérna heima er feeder-deild fyrir stærri deildir. Hearts er miklu stærri klúbbur en við erum, með 20 þúsund mann völl í Edinborg. Þó þetta sé ekki á frábærum tímapunkti fyrir okkur er þetta frábært dæmi um það hvert ungir leikmenn geta farið ef þeir standa sig vel.“

En er salan góð fyrir Val fjárhagslega séð?

„Við erum mjög ánægðir með söluna á allan hátt. Við erum sáttir við það sem við fáum og njótum góðs af því ef hann tekur næstu skref. Þó tímapunkturinn sé vondur er ekkert nema jákvætt um þetta að segja.

Við fórum inn í tímabilið með stóran hóp til að takast á við það ef meiðsli eða eitthvað svona kemur upp. Við þurfum að takast á við það með þann hóp sem við erum með en erum opnir fyrir því að bæta við okkur ef réttu leikmennirnir eru í boði,“ sagði Björn enn fremur, en Valsmenn hafa til að mynda verið sterklega orðaðir við Valdimar Þór Ingimundarson hjá Víkingi.

Valur er með tveggja stiga forskot á Víking og Breiðablik á toppi Bestu deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo kallar eftir því að fá annan leikmann enska stórliðsins til Sádí

Ronaldo kallar eftir því að fá annan leikmann enska stórliðsins til Sádí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Í gær

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal
433Sport
Í gær

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar
433Sport
Í gær

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola