Hjá Arsenal virðast menn ekki vera hættir á félagaskiptamarkaðnum eftir að hafa landað einum eftirsóttasta leikmanni gluggans, Viktor Gyokeres um helgina.
Skytturnar ætla sér að vinna ensku úrvalsdeildina eftir að hafa endað í öðru sæti þrjú ár í röð. Auk Gyokeres hafa Martin Zubimendi, Noni Madueke, Christian Norgaard, Cristhian Mosquera og Kepa Arrizabalaga.
Samkvæmt helstu miðlum er Eberechi Eze, lykilmaður Crystal Palace, næstur á blaði hjá Arsenal. Hefur hann verið orðaður við félagið í allt sumar.
Eze, sem skoraði sigurmark Palace í úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City í vor, er með klásúlu upp á 68 milljónir punda í samningi sínum.
Fólkið í kringum leikmanninn er sagt vongott um að það takist að koma skiptum gegn Arsenal í gegn, en félagið mun sennilega reyna að fá hann á aðeins minna fé en klásúlan segir til um.