fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham hefur spurt Real Madrid um leyfi til að ræða við Rodrygo, leikmann liðsins. Spænska blaðið AS heldur þessu fram.

Brasilíski kantmaðurinn hefur verið orðaður frá Real Madrid í allt sumar, til að mynda við ensku stórliðin Arsenal, Chelsea og Liverpool.

Nú er hins vegar sagt að Tottenham vilji fá hann til að leiða nýtt verkefni undir stjórn Thomas Frank, sem tók við í sumar. Sér í lagi vegna þess að Heung-Min Son, skærasta stjarna liðsins, virðist vera á förum.

Talið er að Real Madrid vilji tæpar 80 milljónir punda fyrir Rodrygo. Sjálfur vill hann helst vera áfram á Santiago Bernabeu en er þó til í að skoða aðra möguleika.

Tottenham getur boðið honum upp á Meistaradeildarfótbolta á tímabilinu, en liðið vann Evrópudeildina í vor og tryggði þannig sæti sitt þar þrátt fyrir að hafa hafnað í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United