Það var áhorfendamet sett á EM í Sviss, en alls mættu ríflega 657 þúsund manns á leikina. Það er töluverð bæting frá síðasta móti.
Enska landsliðið varði titil sinn með sigri á heimsmeisturum Spánar í vítaspyrnukeppni í Basel í gær fyrir framan fullan völl, 34 þúsund áhorfendur.
Sem fyrr segir mættu alls yfir 657 þúsund manns á leikina undanfarnar vikur. Það er met og til samanburðar mættu tæplega 575 þúsund manns á EM í Englandi 2022, þrátt fyrir að þar væri spilað á völlum eins og Old Trafford og Wembley.
Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í mótinu en féll úr leik án stiga eftir riðlakeppnina eins og flestir vita.