fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Þægilegt hjá meisturunum og nauðsynlegur sigur Vals

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í dag.

Nú fyrir skömmu vann Þór/KA öruggan 4-1 sigur á Víkingi. Agnes Birta Stefánsdóttir, Amalía Árnadóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen gerðu mörk heimakvenna, en Dagný Rún Pétursdóttir hafði jafnað fyrir Víking.

Fyrr í dag vann Breiðablik þá femur þægilegan sigur á Stjörnunni í nágrannaslag. Samantha Smith, Birta Georgsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu mörkin í 0-3 sigri gestanna frá Kópavogi.

Loks vann Valur langþráðan sigur og kom hann gegn FH í Kaplakrika. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu Val í 0-2 sigur en Ingibjörg Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir FH. Nær komust Hafnfirðingar þó ekki.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 25 stig, jafnmörg stig og Þróttur en 3 meira en FH. Þór/KA kemur þar á eftir með 18 stig. Valur er í sjötta sæti með 12 stig, líkt og Stjarnan sem er sæti neðar. Loks er Víkingur í 9. sæti með 7 stig, 3 stigum frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi