fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Reynir að þrýsta í gegn skiptum til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 09:30

Emiliano Martinez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emi Martinez er að reyna að koma í gegn skiptum til Manchester United og stjóri liðsins, Ruben Amorim, vill ólmur fá hann.

The Sun heldur þessu fram, en United er í leit að nýjum markverði eftir tvö fremur slök tímabil Andre Onana á milli stanganna.

Nokkrir hafa verið orðaðir við United en samkvæmt þessum nýjustu fréttum dreymir hinn 32 ára gamla Martinez að spila fyrir United og hefur Amorim þá lengi verið aðdáandi hans.

Portúgalinn telur heimsmeistarann vera rétta karakterinn inn í búningsklefann á Old Trafford eftir mikil vonbrigði á síðustu leiktíð.

Martinez á þó fjögur ár eftir af samningi sínum við Villa. Hann skrifaði undir hann í fyrra og þénar 150 þúsund pund á viku.

Martinez hefur verið hjá Villa síðan 2020, en hann kom frá Arsenal, þar sem hann hafði verið varaskeifa í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi