fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Orri Steinn sagði pabba sínum ósatt daginn áður en þeir mættust

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 17:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damir Muminovic rifjaði upp skemmtilega sögu af einvígi Breiðabliks við FC Kaupmannahöfn í undankeppni Meistaradeildarinnar í Dr. Football.

Damir gekk á dögunum í raðir Blika á ný eftir dvöl í Brúnei í vetur en árið 2023 var hann hluti af liðinu sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, fyrst íslenskra liða.

Á leið sinni þangað tapaði Breiðablik gegn FCK í undankeppni Meistaradeildarinnar, 0-2 heima og 6-3 ytra. Damir man vel eftir baráttunni við Orra Stein Óskarsson, sem í dag er fyrirliði íslenska landsliðsins og á mála hjá Real Sociedad, í þeim leik.

Getty Images

„Orri var 19 ára þegar ég spilaði á móti honum og hann gjörsamlega pakkaði mér saman á Parken, sama hvað maður reyndi,“ sagði Damir í Dr. Football.

Orri gerði þrennu í leiknum, en Óskar Hrafn Þorvaldsson faðir hans var auðvitað þjálfari Blika á þessum tíma.

„Hann laug líka að Óskari fyrir leik að hann væri ekki að byrja. Óskar spurði hann daginn áður en svo rétt fyrir leik var hann í starting,“ sagði Damir og hló.

FCK fór alla leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar síðar á þessari sömu leiktíð og vann til að mynda Manchester United á leið sinni þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi