fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Amorim sagður pirraður á United

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er sagður pirraður á hve lítið er að frétta í leikmannamálum félagsins í sumarglugganum.

United fékk Matheus Cunha frá Wolves á dögunum en hafa menn eins og Bryan Mbuemo, Hugo Ekitike og Viktor Gyokeres einnig verið orðaðir við félagið.

Það virðist þó ganga hægt að landa fleirum, en Mbuemo, sem er mála hjá Brentford, virtist vera á leiðinni fyrir þó nokkru síðan.

Amorim hefur tekið það skýrt fram við stjórn félagsins að hann þurfi að fá nýju leikmenn sína inn áður en félagið heldur í æfingaferð til Bandaríkjanna eftir um mánuð.

Þá vill hann einnig að United losi sig við leikmenn sem hann sér ekki not fyrir. Þar má nefna Marcus Rashford, Jadon Sancho, Alejandro Garnacho og Antony.

Það gengur þó eitthvað brösulega einnig. Rashford vill fara til Barcelona og ekki er víst hvort það gangi. Napoli hefur áhuga á Sancho og Garnacho en telur verðmat United á þeim of hátt. Antony hefur verið orðaður við Real Betis, þar sem hann var á láni á síðustu leiktíð.

United átti versta tímabil sitt í meira en hálfa öld og hafnaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það er því pressa á Amorim og stjórninni að gera miklu betur á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær