fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Gerðu ótrúleg mistök og 51 árs gömul kona fékk kallið í staðinn – ,,Ég er alltaf klár“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegt atvik átti sér stað á dögunum er Finnland var að velja landsliðshóp sinn í síðasta verkefni sínu fyrir EM í sumar.

Kona að nafni Stina Ruuskanen var valinn í leikmannahóp Finnlands í leik gegn Serbíu í Þjóðadeildinni.

Stina er fyrrum landsliðskona Finnlands en hún er 51 árs gömul í dag og spilaði sinn síðasta landsleik fyrir 29 árum.

Finnland ætlaði sér að skrá Nanne Ruuskanen í hópinn en gerðu þar mistök en hún spilar í dag með Djurgarden í Svíþjóð.

Outi Saarinen, landsliðsþjálfari Finna, hefur beðist afsökunar en liðið hefði þurft á Nanne að halda í leik sem lauk með 1-1 jafntefli.

Það er engin tenging á milli Stina og Nanne fyrir utan það að þær deila sama eftirnafni sem er ástæða misskilningsins.

Stina grínaðist sjálf með stöðuna og segist alltaf vera klár ef kallið kemur.

,,Það er magnað að vera kölluð inn í landsliðið á þessum aldri. Ég er alltaf klár þegar kallið kemur,“ sagði Stina á léttu nótunum.

,,Ég var nýlega að spila í bumbubolta svo ég er með hlutina á hreinu!

Þetta var svekkjandi fyrir Nanne sem hefði líklega spilað sinn fyrsta landsleik en hún er 23 ára gömul og spilar sem hafsent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“