fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Gerðu ótrúleg mistök og 51 árs gömul kona fékk kallið í staðinn – ,,Ég er alltaf klár“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint ótrúlegt atvik átti sér stað á dögunum er Finnland var að velja landsliðshóp sinn í síðasta verkefni sínu fyrir EM í sumar.

Kona að nafni Stina Ruuskanen var valinn í leikmannahóp Finnlands í leik gegn Serbíu í Þjóðadeildinni.

Stina er fyrrum landsliðskona Finnlands en hún er 51 árs gömul í dag og spilaði sinn síðasta landsleik fyrir 29 árum.

Finnland ætlaði sér að skrá Nanne Ruuskanen í hópinn en gerðu þar mistök en hún spilar í dag með Djurgarden í Svíþjóð.

Outi Saarinen, landsliðsþjálfari Finna, hefur beðist afsökunar en liðið hefði þurft á Nanne að halda í leik sem lauk með 1-1 jafntefli.

Það er engin tenging á milli Stina og Nanne fyrir utan það að þær deila sama eftirnafni sem er ástæða misskilningsins.

Stina grínaðist sjálf með stöðuna og segist alltaf vera klár ef kallið kemur.

,,Það er magnað að vera kölluð inn í landsliðið á þessum aldri. Ég er alltaf klár þegar kallið kemur,“ sagði Stina á léttu nótunum.

,,Ég var nýlega að spila í bumbubolta svo ég er með hlutina á hreinu!

Þetta var svekkjandi fyrir Nanne sem hefði líklega spilað sinn fyrsta landsleik en hún er 23 ára gömul og spilar sem hafsent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning