fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

,,Ég er ekki vélmenni sem sýnir engar tilfinningar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. júní 2025 18:30

Palmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cole Palmer fékk athyglisverða spurningu frá blaðamanni sem spurði enska landsliðsmanninn út í það af hverju hann væri alltaf svo rólegur á velli og virðist sýna litlar sem engar tilfinningar opinberlega.

Palmer er leikmaður Chelsea en hann er afskaplega rólegur innan vallar og einbeitir sér mest megnis að eigin leik og ekki því sem gengur á utan vallar eða í stúkunni.

Palmer viðurkennir að móðir hans vilji sjá meira frá honum í fjölmiðlum en á móti þá er sóknarmaðurinn alveg eins og pabbi sinn sem er einnig mjög róleg persóna og er ekki mikið í því að sýna tilfinningar.

,,Mamma mín er alltaf að segja við mig að ég ætti að vera líflegri, brosmildari og orkumeiri,“ sagði Palmer.

,,Ég og pabbi erum bara aðeins of slakir held ég. Pabbi segir mömmu að láta mig vera, að við séum eins, við erum bara eins og við erum.“

,,Hvenær varð ég síðast reiður? Ég veit það ekki, kannski þegar ég spilaði PlayStation. Ég er ekki vélmenni sem sýnir engar tilfinningar.“

,,Þegar myndavélarnar eru ekki á mér og ég er í símanum að tala við vini mína þá nýt ég lífsins. Ég er bara að vera ég sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning