Lothar Matthaus, goðsögn í þýska boltanum, hefur valið sitt úrvalslið í þýska boltanum eftir að Bayern Munchen varð meistari enn eitt árið.
Bayern varð vissulega ekki meistari á síðustu leiktíð þar sem Bayer Leverkusen reyndist sigurvegari en hefur verið besta lið deildarinnar undanfarin ár.
Val Matthaus vekur athygli en hann velur ekki Harry Kane, landsliðsmann Englands, sem skoraði 26 deildarmörk í 31 leik í deild.
Matthaus ákvað frekar að velja Omar Marmoush, leikmann Frankfurt, sem samdi við Manchester City í janúar.
Serhou Guirassy, leikmaður Dortmund, er með Marmoush í framlínunni en hann hefur einnig átt mjög gott tímabil fyrir þá gulklæddu.
Alls komast fjórir leikmenn Bayern í liðið en það eru þeir Dayot Upemecano, Joshua Kimmich, Michael Olise og Jamal Musiala.